3. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 11:25


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:25
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 11:39
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 11:25
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:25

Nefndarritari: Hildur Edwald

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Bókað:

1) Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins Kl. 11:25
Íslandsdeildin ræddi hverja skipa ætti í dómnefnd fyrir barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins. Ákveðið var að funda aftur á föstudaginn og ákveða tilnefningar í dómnefndina.

2) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Tasiilaq í mars 2024 Kl. 11:35
Íslandsdeild ræddi hvaða fyrirlesari gæti flutt erindi fyrir Íslands hönd á þemaráðstefnunni í Grænlandi á næsta ári. Ákveðið var að fá sérfræðing í máltækni og gervigreind til þessa að flytja erindi um stöðu og tækifæri lítilla tungumála í máltækni.

3) Önnur mál Kl. 11:45
Eyjólfur Ármannsson gerði grein fyrir fundi forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins í Brussel með sendiherrum Íslands, Grænlands og Færeyja og einnig fundi forsætisnefndar. Þá sagði hann frá fundi forsætisnefndar með DEEA nefnd Evrópuþingsins sem fram fór í Brussel 30. nóvember sl.

Fundi slitið kl. 12:00